Örvitinn

Kolla sælkeri

Kolla sælkeriVorum bara með beyglur og jógúrt í kvöldmatinn, nenntum ekki að elda. Áttum ágætis álegg, mozarella ost, parma skinku og fleira þannig að það var hægt að gera gott úr þessu.

Eitt af því sem við áttum í ískápnum var osturinn Stóri dímón. Reyndar var hann eitthvað farinn að mygla, þ.e.a.s. komin hvít loðin mygla utan á hann en ég skar hana bara af.

Kolla kom svo til mín um kvöldið, hún á stundum erfitt með að sitja við matarborðið, og bað um að fá að smakka ostinn. Ég skar smá stykki og gaf henni. Þvínæst pantaði hún beyglu með svona osti. Ég lét það eftir henni, skar niður ost og setti á beyglu, bauð henni svo pestó sem hún þáði, einnig svartan pipar, salt og olíu. Átti ekki von á að hún myndi borða mikið af þessu en annað kom á daginn. Eftir fyrstu bitana spurði ég henni hvernig þetta væri, "yndislegt" svaraði hún með dramatísku látbragði og kláraði svo beygluna sína.

Ég fékk mér sjálfur svona beyglu skömmu áður en hún hafði ekkert verið að spá í því. Mér finnst hún efni í góðan sælkera fyrst hún fílar beyglu með mygluosti og pestó.

fjölskyldan