Örvitinn

Der Untergang

Skelltum okkur í Regnbogann í kvöld og sáum Der Untergang. Sannsögulega mynd um síðustu daga Hitlers í neðanjarðarbyrgi í Berlín.

Mögnuð mynd, svosem ekki mikið sem ég nenni að segja um hana. Sjaldan hef ég séð jafn mörg sjálfsmorð í einni mynd.

Hrikalega er hallærislegt að þýsk mynd með þýskum leikurum á þýsku, sem fjallar um þýskar persónur í þýskalandi sé auglýst með enskum titli á kvikmyndir.is, ég var heillengi að átta mig á því hvar og hvenær myndin var sýnd í kvöld, fattaði ekki að þetta væri myndin Downfall, af hverju kalla þeir hana ekki bara Niðurfall :-P

kvikmyndir