Örvitinn

Hlýri

hlýriPabbi eldaði hlýra í gærkvöldi. Pétur bróðir hennar mömmu reddaði þeim nokkrum flökum. Pabbi skellti steiktu spínati á milli flaka og penslaði með olíu, basiliku og hvítlauk. Vafði svo bakoni utanum og skellti í ofninn.

Afar góður fiskur og vel eldaður. Ég skaust í hádeginu áðan til að klára tölvuuppfærslu hjá foreldrum mínum og fékk að launum afganga.

matur
Athugasemdir

skúli - 18/04/05 15:35 #

hvað er málið með að beikon með fiski?

Matti Á. - 18/04/05 15:47 #

Tja, í þessu tilviki sá pabbi eitthvað þessu líkt á BBC food og ákvað að prófa þessa aðferð.

En þegar þú nefnir það, þá hef ég svosem ekki pælt í þessu, var með fisk með beikonum daginn, finnst gott að setja bakon utan um humar og ananas.

Er ekki málið bara að þetta er svo fjandi gott :-) Ágæt aðferð til að fá fólk eins og mig til að borða fiskmeti oftar.

En hlýrinn er góður.

skúli - 18/04/05 18:24 #

Jamm, þetta er örugglega ljúffengt. Best er samt að mínu púrítaníska mati að hafa f.o.f. fiskbragð af fiski - kannske smá sítrónukreisting yfir! :)