Fyrsti dagur sumars
Fórum í afmæli hjá Dóru Sóldísi í dag, þetta afmælisboð átti upphaflega að vera síðustu helgi en frestaðist þar sem Ásmundur pabbi hennar tók upp á því að slasa sig.
Um eftirmiðdaginn fórum við svo í fermingarboð hjá Elísabetur, dóttur Þórkötlu. Fermingarveislan var í Ölduselsskóla. Jóna amma var á staðnum nokkur hress þrátt fyrir slæma heilsu.