Örvitinn

Síðasta vikan hafin

Fimm dagar eftir.

Af einhverjum undarlegum ástæðum vaknaði ég snemma í morgun, ekki var það útaf vekjaraklukkunni því hún hringdi ekki þrátt fyrir að vera stillt. Kannski hafði það eitthvað með það að gera að Inga María fór fram rétt fyrir átta, eflaust hraut ég. Tíu mínútur yfir átta ákvað ég að fara að leita að henni, hélt hún væri niðri en þá var hún steinsofandi í sínu rúmi. Ágæt framför ef hún fer aftur yfir í rúmið sitt.

Var mættur með stelpurnar í leikskólann klukkan níu. Skaust þvínæst í BYKO og skilaði hekkklippunum.

Ég er að spá í að láta kjöt eiga sig næstu daga, a.m.k. rautt kjöt. Þetta er ekki hægt.

dagbók