Örvitinn

Fréttaflóð af aðþrengdum eiginkonum

Er það ímyndun í mér, eða er "frétt" sem tengist sjónvarpsþættinum Aðþrengdar eiginkonur á hverjum degi á mbl? Sá frétt áðan og fannst eins og ég væri alltaf að rekast á eitthvað tengt þættinum, þetta fann ég með leit á mbl, fyrsta fréttin er frá því í febrúar, skömmu áður en byrjað var að sýna þættina hér.

Það er forvitnilegt að fylgjast með því hvernig auglýsingar eru farnar að troða sér inn í fréttaefni, ég held það sé engin spurning að almannatengslaskrifstofa úti í heimi dreifir svona "fréttum". Væri ekki heiðarlegra ef þetta væri bara merkt sem auglýsingar. Kannski sér ákafur aðdáandi þáttanna um slúðurfréttirnar hjá Morgunblaðinu.

Og svo horfi ég ekki einu sinni á þessa þætti og les aldrei svona fréttir, nema þegar það er "kynlíf" í fyrirsögninni :-P

fjölmiðlar
Athugasemdir

Sævar Helgi - 27/04/05 13:55 #

Hmm, eins og Óli bendir á hafa tvær fréttir birst í dag! Þetta er eitthvað skrítið.

Matti Á. - 27/04/05 14:09 #

Ég held að moggaliðið sem kíkti hingað inn í fyrradag sé að grínast í vinnunni, annað væri of undarlegt :-)

Matti Á. - 23/05/05 11:08 #

10 dagar milli frétta, ég var farinn að hafa áhyggjur :-P

Matti Á. - 31/05/05 11:26 #

Ég var einmitt að fara að setja inn vísun á þessa "frétt" :-)

Matti - 10/11/05 09:48 #

Ég var farinn að hafa áhyggjur, maður hefur ekkert heyrt af leikurunum í einn og hálfan mánuð :-)

Annars hlýtur fréttatíðnin að aukast þegar næsta sería fer í loftið hér á landi.

Matti - 10/11/05 10:25 #

Já, þetta er einmitt það sem Már var að vísa á í sínu kommenti :-)

bió - 10/11/05 11:26 #

:)

..ég greinilega of æstur að taka þátt í þessu...

Matti - 20/12/05 09:03 #

Dálítið skondið korn í þessari frétt.

Og í titlinum í þýðingunni á mandarín, útbreiddasta tungumálið í Kína, eru eiginkonurnar ekki „aðþrengdar“ heldur „brjálaðar“.

Á frummálinu eru eiginkonurnar ekki „aðþrengdar“ heldur „örvæntingarfullar“.

Matti - 09/02/06 15:25 #

Ekki algengt að ég nái að lauma inn frétt :-) Ég þyrfti að fara að telja þessar vísanir en nenni því ekki.