Örvitinn

Fjórir

Fjórir dagar eftir.

Óskaplega var ljúft að vakna í morgun enda var ég kominn í bælið á miðnætti. Stelpurnar báðar komnar upp í í morgun og sváfu ósköp fallega, ég snúsaði til hálf níu. Fengum okkur morgunmat og vorum mætt í leikskólann tuttugu mínútur yfir níu, en þá var Inga María búin að missa af hópastarfinu, hópurinn farinn út í göngutúr, djöfull varð ég fúll. Óskaplega liggur þessu liði á :-(

Svosem nóg að gera, enda stutt eftir, smá atriði og stór sem þarf að redda. Hrægammar hringsóla í kringum básinn og eigna sér dót, ég þarf væntanlega að skila gemsanum, þarf þá að redda öðrum eins svo ég geti hlustað á tónlist.

Píanótónarnir í At Least That's What You Said með Wilco heilla mig merkilega mikið þessa stundina.

dagbók