Örvitinn

Salt

Kottke vísar á þessa grein um salt á Slate. Þarna bera þeir saman ýmsar ólíkar salttegundir með tilliti til bragðs og áferðar.

Niðurstaðan kemur ekki á óvart, ég keypti pakka af Maldon sjávarsalti í fyrsta sinn um daginn og er farinn að standa sjálfan mig að því að salta í tíma og ótíma, tek nokkur korn milli putta og myl yfir matinn.

matur
Athugasemdir

Erna - 27/04/05 01:11 #

Hefurðu lesið bókina Salt, a world history, eftir Mark Kurlansky? Alger snilldarlesning ef þú spyrð mig...

Erna - 27/04/05 01:36 #

Ég þarf greinilega líka að prófa Maldon sjávarsalt, hljómar a.m.k. freistandi!