Örvitinn

Langur dagur

Djöfull er ég spenntur! Asnaðist til að horfa á Boltann með Guðna Bergs í gærkvöldi, hefði betur sleppt því, þessir gaurar vita furðulega lítið um fótbolta miðað við að þeir fá borgað fyrir að fjalla um hann. Afskrifuðu Liverpool algjörlega, sáu enga glætu á að Liverpool myndi skora meira ein eitt mark á móti Chelsea, virtust ekki hafa hugmynd um að Juventus hafði ekki fengið á sig mörg mörk í meistaradeildinni áður en þeir mættu á Anfield. Æi, það getur allt gerst, auðvitað er Chelsea sigurstranglegra en fjandakornið, ég hef trú á mínum mönnum.

Ég horfi á leikinn heima, fjárfesti í áskrift að Sýn í einn og hálfan mánuð til að sjá þrjá síðustu leiki Liverpool í Meistaradeildinni í ár, þ.m.t. úrslitaleikinn.

Byrjaði daginn á því að fara í klippingu, þetta er allt annað líf.

Níu tímar í leik.

dagbók
Athugasemdir

Kristján Atli - 03/05/05 17:02 #

Ég ákvað einmitt viljandi að sleppa Boltanum m/Guðna & co. í gær, vitandi að þeir myndu bara pirra mig með "Eiður er almáttugur!"-ummmælum sínum.

Tveir tímar í leik núna, einn og hálfur í beina útsendingu á Sýn. Ég fokking meika þetta ekki, farinn út í göngutúr :)