Örvitinn

Maður verður að tjá sig

Það er sjaldgæft að það líði dagur án þess að ég æli úr mér einhverri vitleysu á þessa síðu en það gerðist samt í gær. Lá í sófanum í allan gærdag, hékk á netinu og horfði á BBC food. Var ekki þunnur, bara þreyttur.

Miðvikudagur var stórfínn. Fórum á Hótel Geysir þar sem farið var yfir stöðu mála hjá fyrirtækinu. Helvíti fínt að fá svona yfirferð fyrstu vikuna þó sú tímasetning sé að sjálfsögðu bara tilviljun. Um kvöldið var farið á fjórhjól sem var stórgaman og eftir það hófst bjórdrykkja og át. Stemmingin var góð og heimferðin í rútunni stórskemmtileg. Skelltum okkur í bæinn um kvöldið, ansi rólegt á pöbbum enda prófin byrjuð. Tók helling af myndum, flestar af fólki að fara yfir lækjarsprænu á fjórhjóli. Hér eru nokkrar.

Hvort er Örn Bárður lygari eða hálfviti? Þarf maður að velja, má ekki segja bæði :-) Þessi rangtúlkunarherferð þjóðkirkjunar varðandi kristnifræðikennslu er helvíti vafasöm.

Sumir sjá tröllskessur í hverjum kletti, ég verð að játa að þessir hólar höfða til mín á einkennilegan hátt :-)

dagbók