Örvitinn

Bobby Fischer og ég á djamminu

Heljar skrall í gær, grilluðum og drukkum heima hjá Viffa. Drykkjuleikir iðkaðir og spjallað um heima og geima. Mjög fínt. Ég drakk ansi mörg Hot'n sweet staup, ekki mjög góður í þessum leikjum.

Kíktum í bæinn, enduðum á Ölstofunni þar sem ég sat við hlið Bobby Fischer drykklanga stund, hann mætti með fylgdarliði og settist við sama borð og ég. Ræddi reyndar ekkert við karlinn en hlustaði á drukkna íslendinga röfla. Ég er voðalega lítið fyrir það að bögga fræga fólkið.

Ég og Snorri ætluðum að kíkja á Sirkus en ég gafst upp á röðinni, fór heim rétt rúmlega þrjú fjögur.

dagbók
Athugasemdir

sirry - 09/05/05 11:43 #

Þetta var einmitt forsíðu eða baksíðu frétt DV. Merkisatburður og hann sást á tali við ljóshærðastúlku var hún með þér :C)

Matti Á. - 09/05/05 11:49 #

Reyndar ekki :-) Hann spjallaði ekki við neina ljóshærða stúlku meðan við sátum saman.

En hverslags fréttamennska er það að minnast ekki einu orði á að hann hafi setið við hliðina á mér :-P