Örvitinn

Sveittur hjólagarpur

ég, ansi sveitturMeðan stelpurnar fóru með Gunnu að skoða sumarbústað skellti ég mér í hjólaferð. Ætlaði fyrst að hjóla í ræktina og taka létta æfingu en ákvað að hjólaferðin ein og sér væri næg æfing.

Hjólaði samt að World Class til að rifja upp leiðina, þaðan í vinnuna þar sem ég stoppaði í smá stund. Kíkti á netið og spjallaði við þá sem eru á staðnum. Ívar benti mér á að það er sturtuaðstaða á neðstu hæðinni. Fór og kíkti á þá aðstöðu og mun pottþétt nota hana í sumar.

Heimferðin gekk vel, það er náttúrulega erfiðara að hjóla í Seljahverfið en úr því. þetta er þó skárra eftir framkvæmdir, brekkan úr Elliðaárdalnum er þokkalega aðlíðandi og maður þarf ekki að hjóla yfir fjölfarnar götur. Helst síðustu 500 metrarnir sem eru erfiðir en ég hjólaði það í léttum gír. Var þó ansi sveittur þegar heim var komið.

dagbók