Örvitinn

Rólegt

Áfram verður þetta rólegt. Er að fara að horfa á æfingaleik í kvöld, get ekki spilað útaf tognun. Strákarnir ætla að fá sér bjór eftir leik, ég læt það eiga sig.

Skálaði í kampavíni áðan, verið að fagna góðum árangri. Alltaf gaman að því. Sleppi rauðvínskynningunni. Maður endar ekki föstudagskvöld á þann hátt, maður byrjar það svoleiðis. Ég segi pass.

Kosturinn við að kíkja á æfingaleikinn í kvöld er að þá slepp ég við "skemmtiþátt" Hemma Gunn. Ég get svo svarið að ég man ekki eftir sjónvarpsefni sem stuðar mig jafn rosalega. Ég hef bókstaflega flúið úr sjónvarpsstofunni þegar stelpurnar horfa á þennan viðbjóð. Kannski er ég bara svona gáfaður ! Nei, sú kenning gengur varla upp.

Á Vantrú endurtaka hlutir sig, nýtt fólk mætir og segir það sama og aðrir á undan. Maður gerir sitt besta til að halda sig á mottunni, er frekar þreyttur á að svara liði sem heldur því fram að leikskólatrúboð eigi sér ekki stað - og þegar búið er að sýna fram á að það hefur rangt fyrir sér í þeim efnum, að leikskólatrúboð sé hið besta mál. Það er stundum erfitt að halda sig á mottunni :-)

dagbók