Örvitinn

Tíu árum síðar

Vorum á ættarmóti í Garðaholti í dag, föðurætt tengdamóður minnar að hittast. Ekki mikið af fólki sem ég þekki utan nánustu fjölskyldu en eitthvað þó.

legsteinn Dóru SigurjónsdótturEftir hefðbundna dagskrá rölti ég út í kirkjugarð til að skoða leiði Dóru ömmu minnar. Hef af einhverjum ástæðum aldrei farið þangað síðan hún var jörðuð en ákvað að kíkja og taka myndir fyrst ég var á svæðinu. Fann legsteininn eftir smá leit, mundi nokkurn vegin hvar kistan var sett í jörðu og svo er leiðum raðað í tímaröð. Þykir dálítið sorglegt að sjá stöðluðu krossana innan um veglega legsteina, veit ekki af hverju. Eflaust les maður of mikið úr slíku. Sér fyrir sér fólk sem andast án þess að eiga marga nákomna.

Var búinn að taka nokkrar myndir þegar ég rak augun í að í dag eru nákvæmlega tíu ár síðan amma dó.

Merkileg tilviljun.

dagbók
Athugasemdir

Gulla - 22/05/05 17:35 #

Já, þetta var merkileg tilviljun!

Fallegar myndir, eins og alltaf hjá þér. Stelpurnar minna mig á bækurnar um Maddit og Betu eftir Astrid Lindgren :) Þær eru svo flottar í þessum fínu kjólum, en samt frjálslegar og eðlilegar. Frábærar stelpur sem þú átt.

Matti Á. - 22/05/05 22:37 #

Takk takk. Ég tek undir það, þetta eru frábærar stelpur :-)

Setti inn fleiri myndir í þessa seríu af stelpunum.