Örvitinn

Fiskur og ál

Sá þennan togara stíma úr Hafnafjarðarhöfn í dag, var með zoom linsuna á vélinni, skellti henni á þrífótinn og tók nokkrar myndir frá kirkjugarðinu við Garðakirkju. Fannst dálítið skemmtilegt að ná togaranum og álverinu saman í ramma, ansi stór hluti þjóðartekna kemur af álinu og fisknum. Smellið á myndina til að sjá aðeins stærri útgáfu.

togari og álver

Önnur tekin mínútu síðar. Fallegri bakgrunnur en togarinn er að sigla úr myndinni, oftast er talið æskilegt að hlutir stefni inn í rammann frekar en út úr honum.

myndir
Athugasemdir

Kristján Atli - 22/05/05 22:17 #

Sýnist á öllu að þetta sé Þórólfur Lárusson, Grundarfirði. Skipið er rautt, ekki satt? Og vel ryðgað.

Ég þjónustaði þennan dall í gær áður en hann lét úr höfn, vinn sko á Fiskmarkaðnum í Hafnarfirði. :)

Og bara svo það sé á hreinu, þá er ótrúlegt hvað Photoshop og smá laganir á myndum geta haft mikil áhrif. Þessi dallur er sko LJÓTUR, séður með berum augum. En á þessari mynd hjá þér er hann flottur... :)

Matti Á. - 22/05/05 22:41 #

Skellti inn mynd af skipinu í lit, bara klippt og óminnkað úr hinni myndinni.

Nafnið sést ekki nógu vel á þessari mynd en þetta virðist vera dallurinn þinn :-)