Örvitinn

Þessi dagur líður

Leikdagur líður hægt.

Skaust í miðbæinn áðan, þurfti að sækja skattkortið hjá bankanum. Það er ekki beinlínis auðvelt að finna stæði í bænum, örugglega afar pirrandi fyrir þá sem vinna þarna.

Fór á fótboltaæfingu í gærkvöldi, hélt ég væri búinn að jafna mig á tognun. Það var ekki alveg rétt. Skellti mér í markið síðustu fimmtíu mínúturnar (m.ö.o. spilaði fótbolta í fimm mínútur þar til ég fann til í lærinu)

Horfi á leikinn heima í kvöld, nenni ekki á Players eða aðra staði. Regin og Stebbi ætla að kíkja í heimsókn, aðrir velkomnir. Ég á kaldan bjór í ísskápnum.

Enginn tími fyrir ræktina í dag, svaf frameftir í morgun eins og flesta morgna. Sólarhringurinn er í bölvuðu rugli hjá mér um þessar mundir, þarf að snúa þessu við. Fara snemma á fætur, ná í leikskólann fyrir morgunmat og hjóla í vinnuna.

Er aumur í bakinu, þessi stóll er ekki nógu góður.

Lag dagsins

dagbók