Örvitinn

Langur laugardagur

Það má segja að gærdagurinn hafi verið nokkuð langur. Brúpkaup Einars og Maríu um daginn, árshátíð Vantrúar um kvöldið og fram á nótt.

Brúðkaupið var vel heppnað, ég tók í þetta skiptið afar lítið eftir því sem presturinn sagði í kirkjunni, var upptekinn við að fylgjast með ljósmyndaranum sem notaðist við Nikon D2X vél og var með fullt af afar kynæsandi linsum. Athöfnin var í Garðakirkju og veislan í Garðaholti. Veitingarnar voru afar glæsilegar. Gaman líka að hitta allt liðið, kvenfélagið kemur sjaldan saman með mökum!

Um fimm fórum við heim að undirbúa árshátíðina, ég þurfti ekki að gera mjög mikið, var með snarl fyrir matinn, snigla, snittur (mosarella, tómat og basil) og hummus. Aðrir komu með ketið. Kvöldið var afar skemmtilegt, mikið skrafað og hlegið, ég drakk slatta af hvítvíni - varð jafnvel örlítið ölvaður :-P Síðustu gestir yfirgáfu Bakkaselið rúmlega fjögur í nótt.

Við hjónin skelltum okkur á American Style eftir hádegi í dag áður en við sóttum stelpurnar sem þá voru staddar á ylströndinni með pabba. Ég er dálítið lúinn.

dagbók
Athugasemdir

Birgir Baldursson - 29/05/05 18:57 #

Takk fyrir skemmtilegt kvöld. Hummusið þitt er það besta sem ég hef smakkað og sniglarnir voru gómsætir líka.

Sævar Helgi - 29/05/05 19:22 #

Takk sömuleiðis fyrir frábært kvöld. Hummusið var frábært og sniglarnir komu skemmtilega á óvart. Annars var allur maturinn frábær og félagsskapurinn enn betri.

Matti Á. - 30/05/05 12:04 #

Já, hummus er að verða mitt forte :-) Sniglar eru skemmtilegir, mér finnst þeir góðir en svo hefur fólk gaman að því að smakka eitthvað framandi.

Kvöldið var stórfínt eins og ávallt þegar þessi hópur hittist.

SverrirS - 30/05/05 19:17 #

Sæll Matti og takk fyrir stórskemmtilegt laugardagskvöld. Ég var að sjá síðuna þína í fyrsta skipti og rak augun í að þú spilar með Henson í utandeildinni. Það þýðir að við eigum væntanlega eftir að leiða saman hesta okkar í sumar, ég verð væntanlega á kantinum eða frammi með Kóngunum í sumar. Gaman að því :)

Matti Á. - 31/05/05 01:01 #

Ég hef einu sinni spilað á móti Kóngunum, dálítið langt síðan og lítið að marka þann æfingaleik :-)

Ég er reyndar í skelfilegu formi (og meiddur) en verð vonandi þokkalega sprækur þegar við mætumst 27. júní.

SverrirS - 31/05/05 09:31 #

Já það var lítið að marka þennan leik sem var spilaður fyrir ca. tveimur árum. Til að mynda var ég ekki með í þeim leik :) tók fyllerí fram yfir leikinn...að sjálfsögðu.

...en það stefnir allavega í hörkuleik eftir tæpan mánuð,við vonandi mætumst þá.