Örvitinn

Æfing og sólsetur

Kíkti á æfingu í kvöld, spilaði ekki þar sem ég ákvað að hlífa lærinu viku í viðbót. Mætti því bara með töskuna og horfði á fyrri helming æfingar. Fín mæting eins og reyndar alltaf.

Stakk af rétt rúmlega tíu og fór niður á Sæbraut að taka myndir af sólarlaginu. Náði þokkalegum myndum.

sólarlag sólarlag sólarlag

dagbók
Athugasemdir

Erna - 01/06/05 03:12 #

Mér finnst miðjumyndin alveg ótrúlega flott! Hvernig náðirðu lýsingunni svona? Notaðirðu flass?

Ingi - 01/06/05 06:40 #

Er það satt sem ég heyri að Arnaldur hafi mætt á æfingu og átt stórleik?

Matti Á. - 01/06/05 09:27 #

Miðjumyndina tók með flassi sem ég hélt fyrir ofan myndavélina vinstra megin, var með myndavélina á þrífót. Prófaði nokkra staði fyrir flassið svo það kæmu ekki skuggar á grjótið, þessi kom best út. Var með myndavélina í manual, stillti ljósop og opnunartíma fyrir himin. Þetta Nikon flasskerfi er geggjað, ógeðslega gaman að geta notað flassið þráðlaust án aukabúnaðar.

Arnaldur hringdi og boðaði komu sína en skrópaði :-) Nema hann hafi mætt eftir 22:15, en þá yfirgaf ég svæðið. Þetta er agalegt, skorturinn á leiknum framherjum er töluverður og ljóst að Arnaldur myndi gagnast vel í leikjum Henson um þessar mundir, jafnvel þó hann spilaði bara 15 mínútur útaf formleysi. Hann er pottþétt í mun betra formi en ég.