Örvitinn

Svefn í rugli

Ég er í stökustu vandræðum með svefn um þessar mundir, vaki of lengi á nóttunni- sef of lengi á morgnana. Þarf að koma þessu í lag. Í morgun steinsváfum við til níu, ég vaknaði við umgang á miðhæðinni. Dagbjört mætt að þrífa! Var frekar skömmustulegur þegar ég fór niður með stelpurnar og gaf þeim að borða.

Kottke vísar á leiðbeiningar um hvernig maður á að fara að því að rísa árla úr rekkju, veit ekki hvort það er nokkuð vit í þessu. Samt ágætir punktar og einnig fín gagnrýni í athugasemdum.

dagbók
Athugasemdir

Gyða - 03/06/05 13:22 #

Já þú þarft að laga svefnin þinn það eru engar nýjar fréttir fyrir mér. Þú ættir að taka þessa grein þér til fyrirmyndar engin spurning. Sérstaklega þar sem að þær aðferðir sem hann notar eru nákvæmlega sömu og mínar ég var bara ekki búin að lesa þær í bók fyrst en ég er svo klár að ég fattaði það bara alveg sjálf :-Þ

sirry - 03/06/05 23:07 #

Þetta er bara spurning um að vakna við vekjaraklukku ekki seinna en 8 og fara svo snemma að sofa. Skil ekki hvað er að gera langt fram á nótt ekki er neitt í sjónvarpinu vert að horfa á og takmarkað hægt að vafra á netinu. Gangi þér vel.

Matti - 03/06/05 23:09 #

og takmarkað hægt að vafra á netinu
Ég hef ekki rekist á þau "takmörk" ennþá :-P

Davíð - 04/06/05 15:54 #

Sammála Gyðu:

  1. Svefninn hjá þér er í rugli og búin að vera það lengi.

  2. Góð grein.

En þar sem þú ert skynsamur drengur þá veit ég að þú lagar þetta..... ég treysti á þig....hmmm.

Erna - 07/06/05 03:07 #

Ertu farinn að prófa þetta? I'm inspired. Ef þér finnst huggun í því, þá eru sko fleiri sem þurfa að koma svefni sínum í horf.

Matti - 07/06/05 12:13 #

Nei, ég er ekki enn byrjaður.

Ég held það sé rosalega sniðug hugmynd, sem bent er á í greininni, að lesa seint á kvöldin í stað þess að hanga í tölvunni.

Þannig get ég sameinað tvö markmið, sofa betur og lesa meira :-)

En fyrst þarf ég að klára Lost.