Örvitinn

Afmælisstúss

Helgin hefur fyrst og fremst farið í afmælisstúss, Áróra Ósk varð táningur á föstudaginn, þrettán ára. Hún hélt bekkjar og vinapartí á föstudagskvöld, ég grillaði hamborgara og pylsur handa fimmtán manns, svo léku þau sér langt fram á kvöld.

Í dag mæta ættingjarnir í afmælisboðið. Nóg af fólki enda Áróra með þetta skemmtilega fjölskyldumyndur, tvær fjölskyldur, fjögur sett af ömmum og öfum og allur sá pakki. Gestir mæta klukkan fjögur, næstum allt tilbúið. Það verður samt notalegt þegar þetta er búið :-) Ég hef verið nokkuð stikkfrí í undirbúning, Gyða sér um megnið af veitingunum. Fékk þó að gera hummus og snittur.

Í kvöld kíki ég á framvöll þar sem Henson er að fara að spila í bikarnum. Spila sjálfur ekki en stefni á að mæta á æfingu á þriðjudaginn.

dagbók