Örvitinn

Henson - Markaregn

Henson 4 - 1 Markaregn

Bikarleikur sem fram fór við fínar aðstæður á Framvelli. Góð mæting, vorum með fjóra skiptimenn og róteruðum grimmt. Vorum betra liðið og hefðum getað skorað fleiri mörk, áttum sigurinn fyllilega skilinn.

Lalli skoraði fyrsta markið úr vítaspyrnu sem var dæmd eftir að varnarmaður Markaregns hindraði fyrirgjöf Orra með hendi. Lalli setti þetta vítí glæsilega efst í markhornið hægra megin, gjörsamlega óverjandi. Lalli er hér með opinberlega skipaður vítaskytta liðsins - þar til hann klikkar.

Markaregn jafnaði í seinni hálfleik, nokkuð gegn gangi leiksins. Menn lögðu ekki árar í bát og Gestur skoraði glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu. Reyndar átti þetta að vera fyrirgjöf en það skiptir engu máli, glæsileg skending.

Guðsteinn bætti þriðja markinu við af miklu harðfylgi, hljóp upp allan vinsti kantinn og tæklaði sig á einhvern undarlegan hátt í gegnum vörnina og að lokum tæklaði hann boltann framhjá markverðinum sýndinst mér.

Ívar skoraði fjórða markið á síðustu sekúndu leiksins eftir góða sókn og frábæra sendingu frá Gunna. Hefðum getað bætt við fleiri mörkum, Gunni fékk meðal annars dauðafæri er hann komst einn í gegn. Lalli var ansi skeinuhættur í skallaboltunum í upphafi leiks og átti þrjá góða skalla að marki Markaregns.

Fínn leikur, áttum þó okkar slæmu kafla, sérstaklega eftir að við komumst 2-1 yfir, þá bökkuðum við alltof mikið og buðum þeim að pressa á okkur að óþörfu. Annars var þetta nokkuð vel spilað, boltinn gekk á tíðum mjög vel, menn voru að keyra sig út og unnu 50/50 bolta. Axel og Kjartan voru að gera góða hluti í vörninni. Axel bókstaflega át senterana þeirra og Kjartan tók ótrúlega marga skallabolta. Orri var mjög ógnandi, sérstaklega upp kantinn í fyrri hálfleik og bakvörður þeirra átti í stökustu vandræðum með hann, hefði réttilega átt að fá rauða spjaldið þegar hann sparkaði Orra niður í fyrri háfleik. Jón varði nokkrum sinnum vel, sérstaklega þegar hann skutlaði sér og greip boltann í fyrri hálfleik, það var afar lekkert! Miðjan var öflug en lá stundum aðeins of aftarlega, sérstaklega í fyrri hálfleik. Orðið sérstaklega kemur óþarflega oft fyrir í þessum texta, slíkt þykir víst ekki góður stíll :-)

Henson komið áfram í bikarnum, það ku víst aldrei hafa gerst áður. Enda þótti mönnum tilefni til að fagna þessu og kíktu á Celtic Cross eftir leik.

utandeildin
Athugasemdir

Ingi - 06/06/05 06:43 #

Glæsilegur sigur! Henson hefur reyndar einu sinni áður komist áfram í Bikarnum vann þá líka 4-1 held að það hafi verið 2002.

Hilsen Ingi

Matti - 06/06/05 14:25 #

Svona lýsir leikmaður Markaregns leiknum.

Ósanngjörn úrslit þar sem Markaregn spiluðu mun betur í leiknum en voru mjög óheppnir með færin sín. Henson fengu 4-5 skot á markið og nýtingin var þeim hliðholl í kvöld.

Hvílíkt kjaftæði! Hvaða færi voru þeir svona óheppnir með? Þeir ógnuðu marki okkar afar sjaldan í leiknum.

Hvað með færi okkar sem fóru forgörðum? Þegar Gunni komst einn í gegn, skallafærin hans Lalla í upphafi leiks og og fleiri..

Nei, þessi lýsing Markaregns er bara bull :-)

Axel - 06/06/05 16:03 #

Menn sjá bara það sem menn vilja sjá. Þessi leikmaður skrifar greinilega til að gleyma og sannfæra aðra en þó fyrst og fremst sjálfan sig um ágæti síns liðs. Það tekst þó ekki alveg því það er afar sjaldan sem lið sem tapar 4:1 hafi átt skilið að vinna :) Axel

Jón Berg - 06/06/05 23:53 #

Já það var skemmtilegt þarna undir lokin þegar senterinn þeirra ætlaði framhjá Axel við vítateiginn hægra megin að maður gat alveg hugsað sér að labba hliðina á markinu, taka upp vatnsbrúsann og fá sér vatnssopa á meðan maður fylgdist með honum vinna boltann af mótherjanum, svo öruggur var hann!