Örvitinn

Nokia 6230i

Fékk mér nýjan síma um daginn, sá gamli var í eigu bankans og ég neyddist til að skila honum þegar ég hætti :-)

Ætlaði að fá eins síma þar sem ég hafði fjárfest í minniskorti og eini aukafítusinn sem ég vill er þokkalegur mp3 spilari. Ég var svo heldur betur hress með að fá nýja útgáfu af símanum sem hefur ýmsa kosti umfram þann gamla.

Skjárinn er með meiri upplausn, en ég hef ekki tekið eftir miklum mun. Myndavélin er með hærri upplausn, 1.3MP, held að myndgæðin séu svipuð. Það er meira minni í símanum og aðal takkinn hefur verið endurbættur þannig að auðveldara er að smella á miðjuna. En helsti kostur þessa síma umfram eldri týpuna er að það er hægt að stilla takkana á fjölbreyttari máta, núna þarf ég t.d. bara að ýta "niður" til að kveikja á tónlistarspilaranum. Spilarinn sjálfur er eitthvað breyttur, sér t.d. alla tónlist í undirfolderum á minniskortinu. Í hinum þurfti ég að setja inn playlista til að geta spilað tónlist sem ekki var í rótinni á kortinu.

græjur