Örvitinn

Garðskagi

Fékk formlega kvörtun í gærkvöldi um hve latur ég væri við að uppfæra myndasíður. þetta er víst það eina sem ættingjar mínir hafa áhuga á að skoða, ekki nenna þau að lesa rausið í mér :-P Ég vakti því frameftir og skellti inn nokkrum myndum frá því við kíktum á Garðskaga í gær.

Við skelltum okkur semsagt í bíltúr í gær, ókum meðal annars í gegnum Sandgerði og sannfærðumst ekki um ágæti þess að búa þar þrátt fyrir að stutt væri að aka á Leifsstöð!

Eflaust viðeigand að útskýra þessar myndir [1,2]. Inga María datt og meiddi sig þegar hún var að hlaupa hringi í kringum litla vitann. Hún var samt fljót að jafna sig og við fluttum okkur yfir á grasflötina svo þær gætu hlaupið meira. Stundum hljómar þetta eins og maður sé að viðra stelpurnar.

Á eftir að setja inn slatta af myndum, m.a. úr afmælisboðum Áróru og kynningu hennar í Ölduselsskóla.

myndir