Örvitinn

Virkjunarsinni eða umhverfissinni

Í tilefni frásagnar af uppákomu á ráðstefnu róttæklinga finnst mér vert að geta þess að ég er ósköp lítill virkjunar og stóriðjusinni. Finnst þetta agalega vitlaus stefna í atvinnu og byggðamálum svo eitthvað sé nefnt.

Ekki er ég mikill umhverfissinni heldur, finnst oft of mikið bölsótast.

Samt er ég ekki sinnulaus. Skil ekki þetta umtalaða gæsluvarðhald - en við þekkjum ekki allar hliðar málsins, kannski hótaði hann einhverju við yfirheyrslur! Við vitum það ekki, ótímabært að hefja upp fasistarausið. Finnst fólk sem sífellt talar um Íslands sem fasistaríki ekki sannfærandi.

En mér leiðist tvískinnungur þó ég gerist stundum sekur um hann sjálfur.

Þessi færsla ætti öll að vera í smáu letri.

pólitík
Athugasemdir

Gunnar - 16/06/05 18:28 #

Gaman að sjá þessa færslu og rétt að við vitum ekki það sem löggan veit. Vandamálið er bara að við höfum séð lögguna fara offari áður þegar í gangi eru mótmæli gegn stefnu stjórnvalda, nægir að nefna heimsókn Kínaforseta um árið.

Það er allavega mín ástæða fyrir að telja líklegt að þessari aðgerð sé ætlað að hræða erlenda mótmælendur sem væntanlegir eru til landsins á næstunni.

Már - 17/06/05 02:03 #

Þið komið báðir með góðan punkt finnst mér.

Matti, bara svo það sé á hreinu, þá var tilvísuninni í "virkjunarsinna" í bloggfærslunni minni ekki beint til þín, og ég linkaði í frásögnina þína af því mér fannst hún undirstrika góðan punkt sem gaf heilbrigt mótvægi við hitt.

Matti - 17/06/05 11:11 #

Ég skyldi þig heldur ekki þannig Már, en var að velta fyrir hvað aðrir lesendur þessara síðu myndu lesa út úr þessari stuttu sögu :-)