Örvitinn

Frídagur

Ég var í vinnunni fram yfir miðnætti. Lenti í dálítið meira veseni en ég átti von á. Var orðinn helvíti þreyttur eftir langan dag og kominn með undarlegan verk á hálsinum. Á heimleiðinni öfundaðist ég út í kúgaðar stéttir sem komnar eru í tveggja mánaða sumarfrí um þessar mundir. Steinsofnaði um leið og ég kom heim, ekkert tölvuhangs í þetta skipti!

Í dag er stefnan sett á bæjarferð með stelpurnar. Þær eru reyndar agalega hátt uppi, vona að bæjarferðin verði ekki mjög erfið. Væntanlega verður bærinn stútfullur af fólki í veðurblíðunni.

dagbók