Örvitinn

Uppsetning á vefþjóni

Er að dunda mér við að setja upp nýjan vefþjón. Keypti 80GB disk í gær og skellti FreeBSD inn. Apache vefþjónn kominn upp, er að henda inn gagnagrunni og fleira dótaríi. Ætla að setja upp PostgreSQL í stað MySQL, ekki af neinni sérstakri ástæðu!

Kann ekki mjög mikið á BSD en maður lærir um leið og maður dundar sér. Framboðið af góðri skjölun er nokkuð gott.

Mun hýsa þennan vef og fleiri á vélinni þegar hún fer í loftið. Get þá loks slökkt á gömlu dollunni sem hefur tórað ótrúlega lengi. Aukið diskpláss gefur svo ýmsa möguleika, get t.d. farið að setja stærri útgáfur af myndum á síðuna.

Er ekkert að stressa mig á að klára uppsetninguna, tek mér nokkra daga í það.

tölvuvesen