Örvitinn

Blíðviðri sökkar

Nei, sökkar kannski ekki, en óskaplega væri miklu skemmtilegra að gera eitthvað annað en að hanga inni og tölvast í þessu veðri. Ég held maður neyðist til grilla með bjór í hendi í kvöld.

Sæki uppþvottavélina á eftir. Viðgerðin kostar rétt rúmar ellefu þúsund krónur, hef þá eytt samtals rúmlega tuttugu þúsund krónum í viðgerð á þessari vél. Næst þegar hún bilar fer hún á haugana og fjárfest verður í nýrri.

"Fjörugt" debat í gangi á Vantrú um "kínversk vísindi" (hvað það er veit ég ekki). Þeir sem mig þekkja sjá hugsanlega að ég var pirraður í nótt :-) ( skellti samt engum hurðum :-P )

dagbók
Athugasemdir

the machinist - 22/06/05 15:23 #

en hugsaðu þér nú hvað þú ert góður við umhverfið með því að leyfa þessari vél að lifa! Atvinnuskapandi í þokkabót...

Matti - 22/06/05 15:30 #

Nokkuð til í því. Verst hvað ég er alltaf (tja, tvisvar) lengi að drullast með vélina í viðgerð. Tók mig hálft ár í þetta skiptið :-)

Már - 22/06/05 16:05 #

Ég aðhyllist þá hugmyndafræði að kaupa færri en vandaðri (dýrari) græjur. Heildar eignarkostnaðurinn er sá sami, en maður sparar sér allt vesenið í kring um bilanirnar.

Matti - 22/06/05 16:11 #

Ég er á sömu línu, kaupa vandaðar græjur þó þær séu aðeins dýrari. Brenndi mig illa á ódýri sonic sjónvarpstæki sem ég keypti í Bónusradíó fyrir nokkrum árum. Geri reyndar stundum undantekningar :-)

Þess má geta að uppþvottavélin er af tegundinni AEG og búin að vera á heimilinu í a.m.k. átta eða níu ár.

Már - 22/06/05 20:59 #

Uppáhalds heimilistækið okkar er ísskápurinn. Hann er fæddur síðla árs 1945. Á sínum tíma hefur hann líklega kostað álíka mikið og lítil stúdíóíbúð, en endingin hefur líka verið eftir því. Eftir því sem ég best veit hefur hann bilað einu sinni (pressan dó í fyrra vor) og viðgerðarkostnaður var heilar 15 þúsund kr.

Við ætlum að halda upp á sextugs afmælið hans í haust.

the Machinist - 23/06/05 10:58 #

Já! Bara ein ábending.. það er hægt að fá viðgerðamennina sína heim til sín. Kostar eitthvað smá meira (útkallið), en í heildina örugglega ekkert meira :) Sparar ótrúlega fyrirhöfn og brölt með eitthvað ferlíki út úr húsinu.