Örvitinn

Með blöðru í lófanum

Sló garðinn í kvöld í fyrsta sinn í sumar. Já, ég veit - ekki til fyrirmyndar :-|

Grilluðum svo veislumat og drukkum eðal raunvín með, ógurlegur lúxus á þessu heimili.

Rakaði saman eftir að hafa komið stelpunum í rúmið, fékk blöðru við það.

Tók myndir fyrir og eftir.

garðurinn fyrir slátt garðurinn eftir slátt

Þessi er tekin meðan ég var að slá og þessi af stelpunum eftir að ég var búinn. Mæli með því að þið farið á fyrstu og smellið svo bara á örina til hægri. Gerið það jafnvel tvisvar til að búið sé að hlaða myndirnar inn.

Setti inn stórar myndir, er að undirbúa mig andlega undir að nýi serverinn fari í loftið :-)

Uppþvottavélin virkaði í kvöld. Það var yndislegt :-)

dagbók
Athugasemdir

jói - 23/06/05 00:07 #

Góð hugmynd að hafa svona rauðvíns gulrót til að fagna hálfleik. Þarf einmitt að fara að slá helv. grasið AFTUR á 2 vikum.

Tryggvi R. Jónsson - 23/06/05 09:47 #

sei sei! 2 vikur? Ég þarf að gera þetta vikulega svo lítil börn og eldra fólk týnist ekki í garðinum hjá mér :D Helv.. sprettan!