Örvitinn

Skortur á störfum handa guðfræðingum!

Er þessu ekki öfugt farið, er ekki einfaldlega offramboð af prestum og guðfræðingum? Það er augljóslega engin þörf fyrir alla þessa presta og ekki nokkur ástæða til að gera bragarbót þar á. Þvert á móti, launuðum prestum mætti fækka töluvert hér á landi og draga verulega úr starfssemi guðfræðideildar, jafnvel leggja hana niður. Einhverja kúrsa má færa í aðrar deildir, Þjóðkirkjan getur séð um starfsmenntun presta.

Guðfræðingar þurfa einfaldlega að finna sér eitthvað annað til að starfa við. Eitthvað gagnlegt.

kristni