Örvitinn

Rækjur

rækjurÉg væri alveg til í að borða grillaðar risarækjur oftar. Verst að þær eru dálítið dýrar.

Gerði ósköp lítið við þessar í fyrradag, lét rækjurnar liggja í olíu, sítrónusafa og hvítlauk meðan þær þiðnuðu, keypti þær frosnar eftir vinnu.

Jón Magnús grillaði afar góðar rækjur á árshátíð Vantrúar og var með einhverja massa sósu með, þarf að fá þá uppskrift hjá honum og plana þetta með fyrirvara næst.

matur
Athugasemdir

Sævar Helgi - 24/06/05 17:56 #

Já og ég þyrfti að fá uppskriftina hjá þér af þessu frábæra hummusi sem þið bjugguð til á árshátíðinni!

Matti - 24/06/05 22:57 #

Það virkar eiginlega ekki að gefa uppskrift, ætla að prófa að taka myndir einn daginn og athuga hvort ég get búið til almennilegar leiðbeiningar.

Annars fengu fyrstu gestir árshátíðar smá forsmekk, þar sem ég var að vinna í þessu þegar þeir mættu.