Örvitinn

Kvöldþátturinn

Ég er ekki alveg að falla fyrir þessum þætti á Sirkus. Guðmundur Steingrímsson er nokkuð góður sjónvarpsmaður en ég sé samt ekki að þetta virki. Eftir þrjár vikur verður hann líka búinn að fá allt fræga fólk landsins í þáttinn og hvað gerir hann þá? Er séns að hafa svona þátt oftar en einu sinni í viku hér á landi?

Mér þótti grínatriði stelpnanna reyndar nokkuð gott, veit ekki af hverju - fannst þetta fyndið.

Innslagið með Gunnari í Krossinum og Sigga var frekar furðulegt. Átti þessi "blaðamaður" að vera eitthvað grín? Æi, svo eru umræður um samkynhneigð þar sem Gunnar í Krossinum tekur þátt yfirleitt frekar leiðinlegar. Bíð eftir að einhver hjóli í hann, saki hann um fordóma og gefi honum ekki séns á undankomu. Í svona umræðu eiga menn að tala hreint út, ekki fara hringi í kringum samkynhneigð og kynlíf, hætta þessu endalausa ástartali: "Gunnar, hvað er að því að tveir karlmenn totti hvorn annann og ríði svo hvor öðrum í rassgat? Er það ekki bara hið besta mál?" Því þegar allt kemur til alls held ég að fordómarnir gangi út á kynlífiðið, ef samkynhneigð gengi ekki út á tengdist ekki kynlífi væri varla nokkur maður á móti því. Það stuðar engann að tveimur körlum þyki vænt um hvorn annan, en ef þeir hommast ærast siðapostularnir.

Maður tékkar kannski á þættinum aftur, en ég græt það nú ekki þó ég missi af honum :-)

menning