Örvitinn

Hér er þögn

Ég hef ýmislegt að segja en nenni ekki að segja það.

Vitið þið annars af hverju konur ganga í háum hælum og mála sig?

Þær eru litlar og ljótar.

Þennan sagði tendamóðir mín, mér finnst hann fyndinn.

Allt að verða vitlaust útaf Hér og nú málinu. Horfði á Eirík Jónsson gera sig að fífli í Kastljósi í gær. Mögnuð frammistaða. Líkti þessu við umferðarslys í matartímanum. Eiríkur segir að þetta sé það sem fólk vill. Þegar fólk keyrir framhjá umferðarslysi hægja allir á sér og reyna að sjá eitthvað. Það er ekki þar með sagt að það sé réttlætanlegt að valda umferðarslysum.

Af hverju getur enski boltinn ekki byrjað. Æi, skiptir ekki máli, ég mun hvort sem er ekki geta horft á hann, hann verður ekki sýndur í sjónvarpi næsta vetur. Einhverju kunna að mótmæla þessari fullyrðingu en málið er að ég er ekki með aðgang að Breiðbandi og ekki með adsl hjá símanum.

Leikmenn Liverpool mættu á æfingu í gær. Einhverjir vorkenna þeim fyrir stutt sumarfrí. Ég myndi sætta mig við þrátíu daga frí og tíu milljónir á mánuði :-)

Er með tvær greinar í vinnslu. Önnur fjallar um það hvort fólk eigi skilið að láta blekkja sig - ég segi nei. Hin um kynhegðun og fordóma. Held þetta verði mögnuð ritverk :-P

Ýmislegt