Örvitinn

Vert að geta þess

Verð að koma því á framfæri hér að ég var kominn á fætur kortér fyrir átta í morgun. Skellti mér í sturtu og var mættur með stelpurnar á leikskólann tuttugu mínútur yfir átta. Þar leið yfir tvær fóstrur sem fóru í uppnám, enda vanar að hafa fengið tíma til að sminka sig áður en ég mæti.

Fundurinn sem átti að vera klukkan níu í vinnunni frestast örlítið, Siggi er ekki mættur :-)

En það er fínt að vera kominn á fætur. Vakti til tvö í nótt, var að setja upp vefþjóninn og fékk hann til að virka eins og ég vil. Nú þarf ég bara að klára uppsetningu á PostgreSQL og þá get ég hent MovableType inn, sótti einmitt nýjustu útgáfu í gærkvöldi. Ætla svo að splæsa $99 fyrir unlimited útgáfuna. Hef reyndar lítinn tíma í svona pælingar í kvöld, en þetta ætti að klárast á næstu dögum.

Það er kannski ekki fréttnæmt hjá flestum þegar þeir vakna fyrir átta, en hjá mér hefur það ekki gerst oft undanfarið enda svefninn í rugli.

dagbók