Örvitinn

Fávitar

Maður handtekinn í Pakistan fyrir að vanhelga Kóraninn

Maðurinn sem var handtekinn er hreingerningamaður og hafði sópað saman blaðsíðum úr Kóraninum þegar hann var að taka til í mannlausri íbúð og kveikt í þeim ásamt rusli, að því er Azam sagði.

Þeir múslimar sem missa sig yfir því að eintök af Kóraninum séu "vanvirt" eru, að mínu hógværa mati, fávitar. Þetta er bók, prentuð í milljónum eintaka. Hvað með það þó einhver skeini sér á pappír úr einhverju eintaki þessara bókar?

Er það ekki meiri "vanvirðing við Kóraninn" þegar strangtrúaðir múslimar lesa upp úr sömu bók og sprengja svo sjálfa sig og tugi saklausra borgara í loft upp, í nafni bókarinnar?

efahyggja
Athugasemdir

Óli Gneisti - 29/06/05 15:38 #

Ég er að spá hvort það sé eitthvað að hjá mér eða fara nýjustu færslurnar þínar ekki alltaf á forsíðuna hjá þér?

Matti - 29/06/05 15:42 #

Hmm. þær eiga að fara á forsíðuna í öllum tilvikum. Hugsanlega er þetta eitthvað proxy vesen - vinnustaðurinn með gamla útgáfu af forsíðunni á proxyserver og því kannski nauðsynlegt að refresha til að sjá nýja.

Annars hef ég ekki grun, ef eitthvað er í fokki hlýtur það að lagast með nýjum server :-)

Gummi Jóh - 29/06/05 15:45 #

Ef þú ert að meina að þú sérð nýja færslu í RSS gáttinni þinni Óli og ferð svo á Örvitann og sérð ekki færsluna að þá er það eflaust útaf proxy í vinnunni þinni. Refresh ætti að laga það.

Þetta er allaveganna þannig hjá mér alltaf.

Matti - 29/06/05 15:55 #

Ætti að virka betur héðan í frá, ég bætti inn Cache-Control og Expires í haus forsíðunnar, var bara með Pragma content="no-cache" en það ku víst ekki duga í öllum tilvikum.

Óli Gneisti - 29/06/05 17:08 #

Ég athuga hvort þetta virkar á morgun. Það dugði ekki að refresha.

Vésteinn Valgarðsson - 30/06/05 01:02 #

Ég held að félagsleg spenna í heiminum, sem oft er kenndur við íslam, sé ástæðan fyrir þessum uppþotum. Vanhelgun Kóransins er bara neistinn. Félagsleg spenna í þessum löndum fær ekki svo auðveldlega útrás nema svona, þegar eitthvað trúardæmi er átyllan.

Matti - 30/06/05 16:42 #

Ég held ég hafi gert allt sem ég get gert mín megin, vandamálið virðist vera að proxy server vistar eintak af forsíðunni þrátt fyrir að hann eigi ekki að gera það :-)

Skoða þetta mál betur þegar nýr server fer í loftið, þá mun þetta líka snerta Vantrúarvefinn og mikilvægt að allt sé í lagi.