Örvitinn

Ásmundur Þórðarson fertugur

Ásmundur ÞórðarsonKíktum á Stokkseyri í kvöld þar sem haldin var óvænt fertugsafmælisveisla Ásmundar þórðarsonar. Harpa hafði skipulagt þetta, Ásmundur vissi ekki betur en að þau væru að fara fjögur út að borða á Fjöruborðinu. Held þetta hafi heppnast ágætlega.

Ósköp huggulegt kvöld, humarinn góður en frekar naumt skammtaður. Sem betur fer var hægt að panta ábót. Mér finnst samt að Fjöruborðið megi aðeins þróast, nákvæmlega sama stöff í boði nú og í síðustu tvö skipti sem ég hef farið. Mættu alveg bjóða upp á eitthvað meira spennandi meðlæti en plain kúskús og kartöflur. Grænmetið var reyndar ágætt.

Mér finnst óskaplega stutt síðan haldið var upp á þrítugsafmæli Ásmundar í KR skálanum í Skálafelli!

Tók nokkrar myndir.

fjölskyldan
Athugasemdir

Ásmundur - 04/07/05 14:24 #

Held að það séu bara 5 ár síðan ég hélt uppá þrítugsafmælið.

Hrikalega erfitt að verða svona gamall!

Harpa Þórðardóttir - 04/07/05 14:52 #

Matti varst þú ekki þrítugur í fyrra ? Ásmundur þú tekur þig bara vel út sérstaklega á myndinni þar sem Tóti er að nudda þig, á veitingastað ? Var maður eitthvað þreyttur ? Er orðið erfitt að sitja og borða ?

Matti - 04/07/05 14:57 #

Ég þrítugur, nei það passar ekki :-)