Örvitinn

Trúarnöttarasjónvarp

Í staðin fyrir 24, sem lauk um síðustu helgi, hefur Stöð2 tekið til sýninga sjónvarpsþátt fyrir trúarnöttara. Ekki get ég sagt að mér þyki þetta spennandi. Þoli ekki þætti um þröngsýna vísindamenn og opið trúfólk. "trúðu því sem þú villt" segir vísindamaðurinn, "neitaður því sem þú villt" svara nunnan sem er alltof falleg til að vera nunna. Held þessi leikkona hafi leikið nunnu í öðrum þáttum/myndum.

Þessi sería fær mig a.m.k. ekki til að hætta við að segja upp Stöð2. Hringdum og afþökkuðum áframhaldandi áskrift um daginn. Höfum stöðina út þennan mánuð.

Er að spá í að kaupa Sýn til að sjá Liverpool leikina í Meistaradeildinni.

menning
Athugasemdir

Sigga Magg - 11/07/05 12:14 #

Hvað hefurðu fyrir þér í því að nunnur geti ekki verið fallegar? Mætti ekki líka segja að vísindamaðurinn sé allt of myndarlegur til að vera einhver vísindanörd? Spyr sú sem ekki veit.

Matti - 11/07/05 13:22 #

Sko

  • Theresa var nunna.
  • Theresa var ekki falleg
  • Þar af leiðir, nunnur eru ekki fallegar.

Þess má geta að ég fékk níu í rökfræðikúrsinum í Heimspekideild HÍ :-)