Örvitinn

Ég prófa aldrei neitt, ég geri það bara

Óskaplega er erfitt að vakna um þessar mundir. Stelpurnar draga mig á fætur klukkan níu þessa dagana. Hef verið duglegur að skjótast í ræktina, kannski hefur það eitthvað að segja. Skaust áðan og tók hendur og axlir.

Komin sól og blíða í einn dag, fínt fyrir þá sem eru í fríi, bölvað fyrir okkur sem sitjum inni fyrir framan tölvuskjá. Ekki það að ég ætli að kvarta undan veðrinu :-)

Er að reyna að hóa í menn á fótboltaæfingu í kvöld en gengur illa að fá þá til að melda sig. Eins og staðan er núna verður ekkert úr þessu, sem er agalegt í þessu veðri.

Uppfærði tónlistina í símanum, tók út mestallt popp og setti rokk í staðin. Málið er bara að í ræktinni nenni ég ekki að hlusta á angurværa melódíu, graðhestarokkið er það sem gildir. Bætti inn Vulgar Display of Power og American Idiot ásamt öðru góðu stöffi.

Jón Gnarr heldur því fram aftan á Fréttablaðinu í dag að karlmennska jafngildli því að trúa hverju sem er og vera ánægður með það, eða eitthvað í þá áttina. Mæli með pistli Atla Harðarssonar frá 7. júli þar sem hann tætir í sig hagfræðikenningu Jóns Gnarr

Múrinn er góður í dag

"I never try anything, I just do it. Wan't to try me?" Úr hvaða lagi er þetta? Var að bæta því í símann. Hvað með þetta: "I'd kill myself for you. I'd kill you for myself". Jú, þetta lag fór líka inn..

dagbók
Athugasemdir

pallih - 14/07/05 23:44 #

ahhh White Zombie - Thunderkiss ´64?

Matti - 14/07/05 23:49 #

Nákvæmlega, lag sem stenst tímans tönn.

Jón Arnar - 15/07/05 14:04 #

Raunar er það Thunder Kiss '65 ;-)

Matti - 15/07/05 14:07 #

Jamm, ég veit. Maður má bara ekki vera of smásmugulegur :-)

Hitt lagið er This love með Pantera af Vulgar Display of Power.