Örvitinn

Sviti og fyrirliðasturtur

Fór í vinnu-inniboltann klukken ellefu, tíu mínútum eftir að ég mætti í vinnu. Vorum átta sem mættum í Víkina. Heljar átök, ég gat undið svitann úr rauðu Liverpool treyjunni eftir tímann. Eftir sturtu hélt maður svo áfram að svitna og nú sit ég fyrir framann tölvuna og þurrka dropa af enninu með eldhúspappír.

Hvað er annars málið með sturturnar í Víkinni og Safamýrinni. Það er bara ein sturta í klefunum sem hægt er að stilla, þ.e.a.s. með krana fyrir heita og kalda vatnið, allar hinar eru bara með einum krana og yfirleitt alltof heitar. Var að spá í því í sturtunni áðan hvort þetta væri fyrirliðasturtan.

heilsa