Örvitinn

Fordómar Morgunblaðsins gagnvart trúleysi

Ég geri mér alveg grein fyrir því að Morgunblaðið er málgagn Þjóðkirkjunnar og að einhverjir blaðamenn þar á bæ eru kristnir, en þessi frétt er, að mínu hógværa mati, furðuleg.

Íslamskur klerkur segir tilræðismenn ekki múslima heldur trúleysingja

„Þess vegna eigum við að segja upphátt að hver sá sem drepur saklaust fólk ... er ekki múslimar og islam er saklaus af því að tengjast slíkum manni... Við erum steini lostin yfir þessu fólki sem réttlætir slíkar gjörðir og lítur á þær sem heilagt stríð í nafni Guðs og telja sjálfa sig fyrirmynd múslima. Þeir sem gera það eru trúvillingar,“

Ég finn ekkert um málið á cnn eða bbc, samt er þetta aðalfrétt MBL þessa stundina. Hvaða fréttamat er það? Af hverju segja þeir trúleysingjar í fyrirsögn þegar haft er eftir manninum "trúvillingar"? Nú hefur fólk vissulega fengið að úthúða trúleysingjum afar reglulega í Mogganum*, en er ástæða til að Mogginn hafi frumkvæði að því? Hverjum er ekki sama hvað einhver íslamskur klerkur hefur um málið að segja?

Ég ætla að segja ykkur örlitlar fréttir. Þetta voru múslimar. Enn og aftur fæ ég gott tilefni til að vísa á grein Dawkins: Religion's Misguided Missiles. Sama hve trúmönnum langar mikið til að afneita öllu slæmu og öllum sem gera illt geta þeir ekki hreinsað hendur sínar af þessum hryðjuverkamönnum.

Íslam og kristni eru ekki trúarbrögð friðar, það er grænsáputúlkun. Í helgibókum beggja trúarbragða eru fylgismenn hvattir til að beita ofbeldi gegn villutrúmönnum.

* T.d. geðsjúklingurinn Jónína Ben og Biskupsfíflið (sjá nánar á skoðun).

18:30

Þess má geta að Morgunblaðið breytti textanum eftir fyrirspurn frá Sævari. Nú tala þeir um heiðingja. Því er enn ósvarað af hverju þeir telja þetta fréttnæmt yfir höfuð. AFP er með fréttina sem mogginn þýðir, þar er talað um infidels, sem þýðir villutrúmenn, ekki trúleysingjar, ekki heiðingar, þó það standi í einhverjum orðabókum. Villutrúmenn. Með því orði er átt við alla þá sem ekki trúa á Gvuð (eru ekki múslimar, kristnir eða gyðingar). Það er ekki hægt að sjá alla fréttina hjá AFP nema með því borga en þetta er inngangurinn.

London bombers 'infidels,' not Muslims: top UAE preacher Length : Short ( 198 words ) Keywords : Britain, attacks, UAE, religion

A prominent UAE preacher denounced on Friday as infidels Muslims who carry out attacks against innocent civilians around the world, including the perpetrators of the London blasts. "Do these people...

efahyggja fjölmiðlar
Athugasemdir

Hafþór Örn - 15/07/05 17:24 #

Þetta minnir mann á rökvilluna "Enginn SANNUR Skoti"

A: Allir skotar borða haggis B: Nei, ég þekki einn sem gerir það ekki A: Allir "sannir" Skotar borða haggis

Óli Gneisti - 15/07/05 18:26 #

Ég var einmitt að skoða þessa vitleysu áðan, kíkti líka á Reuters og AP, ekkert þar. Mig langar endilega að sjá hvað kallinn sagði. Ætlaði að gera smá klausu um þetta á Vantrú en vantar upplýsingar. Þetta er einmitt enginn sannur Skoti.

Hreinn Hjartahlýr - 15/07/05 18:40 #

Þið verðið að vísu að átta ykkur á því í hvaða samhengi þetta er sagt. Tilgangurinn er einmitt að koma í veg fyrir hugsunarvilluna "hluti fyrir heild". "Sprengjumaðurinn var múslimi, þarafleiðandi eru múslimar sprengjumenn." Og eins og þið vitið vel þá er hvatt til ofbeldis í trúarritum allra helstu trúarbragða, en engu að síður hemja sig flestir sem játa þau.

Matti - 15/07/05 18:46 #

Ég get skilið það, auðvitað eiga stjórnmálamenn og trúarleiðtogar að reyna að skilja að trúarbrögðin og þessa verknaði. Þannig skil ég vel þegar Tony Blair lýsir því yfir að Íslam séu trúarbrögð friðar. Auðvitað eru líka langflestir trúmenn friðsamir, sama hvaða trúar þeir eru.

Það verður samt ekki tekið af þessum hryðjuverkamönnum að þeir voru múslimar.

En ég botna ekkert í Mogganum að fjalla um þetta á þennan hátt og skil ekki af hverju þeir héldu sig ekki við villutrúmannahugtakið.

Annars falla allir aðrir en múslimar, gyðingar og kristnir undir það hugtak. Það er að segja, allir þeir sem ekki tilbiðja Gvuð. Ekki bara trúleysingjar sem fá þann heiður að vera infidels.

Ég skil ástæðu þess að menn vilja halda því fram að þetta hafi ekki verið raunverulegir múslimar, ég styð það vissu leyti sem tæki til að vinna gegn fordómum og til að berjast gegn ofstæki múslima, en ég fordæmi það sem málefnalega umræðu. þetta voru múslimar.

Hjalti - 15/07/05 18:48 #

Það er ef til vill hægt að þýða 'infidel' sem trúleysingja í einhverjum tilvikum en í samhenginu 'infidel muslim' er erfitt að sjá hvernig það er mögulegt. Eru til trúlausir múslímar? :)

Matti - 15/07/05 18:51 #

Já, vissulega eru allir trúleysingjar infidels, en það eru líka fleiri sem eru infidels heldur en bara þeir sem eru trúleysingjar, eins og í þessu tilviki. Því þykir mér sú þýðing í raun röng, þó hægt sé að réttlæta hana í einhverjum tilvikum.

En 'infidel muslim' verður seint þýtt sem trúleysingi eða heiðingi, það er alveg rétt.

Þórður Ingvarsson - 15/07/05 20:46 #

Kóranin lýsir villutrúarmönnum og er í megindráttum á þessa leið : Þeir sem halda að þeir trúi á gvuð (en gera það ekki).

Matti - 15/07/05 20:48 #

Samkvæmt því eru trúleysingjar alls ekki villutrúarmenn :-)

Vésteinn Valgarðsson - 16/07/05 00:57 #

Ég held, í einfeldni minni, að þarna hafi ófullnægjandi enskukunnátta haft meira að segja en illt innræti þýðandans. Kannski hef ég á röngu að standa.

Matti - 16/07/05 02:21 #

Sennilega er þetta þýðingarvilla. Ef svo er, þá er þetta afar slæm þýðingarvilla.

Verð bara að játa að þegar kemur að trúmálaumræðu hef ég afar mikla fordóma gegn Morgunblaðinu.

Óli Gneisti - 16/07/05 16:55 #

Eru það fordómar í garð Morgunblaðsins eða lærdómur þess að hafa séð hvernig þeir fjalla um trúleysi og trúleysingja?