Örvitinn

Nýr server kominn í loftið

Var að setja nýja serverinn í samband. Ætlaði að setja serverinn í loftið fyrir helgi en fékk þetta ekki til að virka, netmaskinn var vitlaus, lagaði það áðan.

Nokkrar færslur og athugasemdir bíða flutnings. Sæki gamla serverinn bráðlega og skófla þessu yfir þegar ég er búinn að tengja hann. Kópera myndirnar af ferðavélinni þegar ég kem heim. (Búinn að þessu öllu)

Er búinn að breyta DNS stillingum hjá joker, vonandi verður þetta komið í loftið mjög fljótlega.

Megið endilega kommenta þegar þig sjáið þessa færslu, þá veit ég að DNS breytingin er komin í gegn og serverinn orðinn sýnilegur umheiminum :-) (n.b. ég sé að þessi DNS breyting er komin í gegn, þurfið ekkert að segja mér það, samt velkomið að kommenta :-) ) Netnördar mega láta mig vita ef þeir sjá einhverjar gapandi öryggisholur.

Á stökum síðunum er .shtml include ekki að virka sem skyldi, sér ekki html síðuna sem á að opna. Frekar skrítið þar sem það er sama skrárlayout og á gamla servernum. Rugl í mér, var búinn að breyta nafninu á html síðunni en átti eftir að laga templateið fyrir stöku skrárnar. Það er slatti af svona smáatriðum sem ég á eftir að leysa.

Todo:
* rebuild mod, athuga hvort það virkar með þessari útgáfu af MT
* Myndir, kópera af ferðavél og gamla servernum
* færa færslur og athugasemdir af gamla servernum
* þyngdargrunnur og script
* Taka backup af Vantrúarvefnum og spóla yfir
* setja upp phpbb og færa gagnagrunn
* DNS mál útaf Vantrú
* Setja upp PIL
* MT blacklist, setja upp og kópera listann af hinum servernum
* kópera stillingar úr http.conf af hinum servernum, sérstaklega referer spam- og leitarvélafiffið.
* laga vörpunina í MT, svo category folderar fái rétt nöfn. Kópera þá breyting af gamla servernum. * komast að því af hverju þetta er ekki almennilegur listi með Markdown * PySQLdb

tölvuvesen
Athugasemdir

Matti - 18/07/05 10:51 #

Ætli það virki ekki annars ágætlega að setja inn athugasemd?

Matti - 18/07/05 10:53 #

Prófum þetta aftur, nú án moderation og með Markdown.

Matti - 18/07/05 11:20 #

Á hvernig slóð enda ég eftir komment?

Matti - 18/07/05 17:26 #

Andskotans vesen er þetta, er að rembast við eitthvað route rugl. Get tengst servernum sjálfur en ekki er hægt að tengjast honum utan frá. Það er hægt að pinga vélina en hvorki tengjast ssh eða http. Aaaargh.

Matti - 19/07/05 08:44 #

Oh, þetta var bara eldveggurinn. Ég hélt að vélin væri fyrir utan alla eldveggi, en svo var að sjálfsögðu ekki. Krissi reddaði þessu á nóinu.

Gyða - 19/07/05 09:37 #

Sjáum hvort að þetta virki hjá mér :-)

Keli - 19/07/05 10:34 #

Virkar fínt.

Matti - 19/07/05 12:15 #

Þá er að sjá hvort ég fæ senda tilkynningu í pósti eftir að ég breytti vísun á póstÞjón...

... neibb

Matti - 19/07/05 16:27 #

Ætli tímasetningin á þessari athugasemd verði í lagi?