Örvitinn

Hafragrautur í morgunmat

Það er svosem ekki merkilegt að ég skuli vera að borða hafragraut með AB mjólk í morgunmat akkúrat núna.

Það sem er merkilegt er að ég er að borða þetta í vinnunni, klukkan rétt rúmlega níu.

Hefur gengið vel að vakna þessa vikuna. Stelpurnar eru komnar í sumarfrí, eyða deginum með Gunnu ömmu sinni. Ég byrja því daginn á að skutla þeim á Arnarnesið þar sem þær borða morgunmat með ömmu sinni sem skríður fram úr þegar við hringjum bjöllunni. Hef farið þokkalega snemma að sofa undanfarið, en fór reyndar að sofa klukkan tvö í nótt, var í fótbolta til ellefu í gær.

Hafragrautur með létt AB mjólk er helvíti fínn morgunmatur.

dagbók