Örvitinn

War of the worlds - Eve of war

Gláptum á War of the Worlds í kvöld án þess að styðja geðbilaða sértrúarsöfnuðinn fjárhagslega. Ég var búinn að ákveða að borga ekki fyrir að sjá þessa mynd, Cruise er alveg að fara í mínar fínustu um þessar mundir. Ágæt ræma, ég saknaði dálítið Richard Burton, fannst þulurinn ekki standast samanburð, byrjunin olli mér því strax ákveðnum vonbrigðum! Mér finnst, ólíkt sumum bloggurum, myndin ekkert stórkostleg en þetta er ágæt afþreying.

Ég var smágutti, líklega um tíu ára, þegar ég hlustaði fyrst á tónlistarútgáfu Jeff Waynes heima hjá Kidda frænda á Siglufirði. Fannst platan mögnuð þá og finnst það enn. Prófaði að spila þetta fyrir Áróru fyrir nokkrum árum, hún var ekki alveg tilbúin, varð bara hrædd, prófa kannski aftur bráðlega.

Hvað um það, lag dagsins er Eve of war, fyrsti hluti tónverksins. Óskiljanlegt að þetta hafi ekki verið notað í myndinni í einhverri útgáfu.

kvikmyndir lag dagsins
Athugasemdir

Kristján Atli - 21/07/05 14:18 #

Finnst þér ekki eilítið öfgafullt að sleppa því að borga fyrir myndina af því að þér líkar ekki við þá trú sem aðalleikari hennar aðhyllist?

Nei bara, ég er svo sem sammála þér með Scientology og Dianetics og L. Ron og allt það, en ég myndi aldrei láta það hafa áhrif á það hvaða kvikmyndir ég horfi á, né hvar/hvenær ég horfi á þær. Svo finnst mér Cruise góður leikari og jafnan gera góðar myndir, þannig að ég hef ekkert á móti því að borga fyrir það.

Þú ert eflaust ósammála mér, það er þá bara í fínasta lagi, en mér fannst allavega skrýtið að sjá að þú létir lífsviðhorf leikara í kvikmynd hafa áhrif á það hvort þú borgaðir fyrir téða mynd eður ei. Bara mín skoðun :-)

Matti - 21/07/05 14:37 #

Ég hef hingað til ekki látið það trufla mig þó Tom Cruise sé í Scientology költinu, hef náttúrulega vitað af þessu lengi, en síðustu mánuði hefur hann gengið fram af mér. Farinn að þusa um Scientology í viðtölum og byrjaður að boða þessi ósköp vítt og breitt.

Auk þess var Scientology með aðstöðu á setti við gerð þessara myndar og því enn tengdari henni en öðrum myndum. Tom Cruise fær hluta af hagnaði myndarinnar, afar líklega fær Scientology cultið hluta af þeim hagnaði. Ég passa mig því á að borga ekki aur til að sjá þessa mynd.

Þetta snýst því ekki bara um að mér líki ekki við þá trú sem aðalleikari hennar aðhyllist. Ég myndi varla eyða aur í kvikmyndaáhorf ef svo væri því mér líkar varla við nokkra trú og ekki mjög algengt að kvikmyndagerðarmenn séu trúleysingjar :-) Tom Cruise og Scientology er sértilfelli. Scientology er ekki kirkja heldur glæpasamtök.

Auðvitað er ég stundum öfgafullur, það eru varla fréttir :-)

ps. Ég fer afar sjaldan í kvikmyndahús, þannig að það er ekki eins og ég hafi haft fyrir því að hunsa þessa mynd þar.

Kristján Atli - 21/07/05 16:52 #

Ég myndi varla eyða aur í kvikmyndaáhorf ef svo væri því mér líkar varla við nokkra trú og ekki mjög algengt að kvikmyndagerðarmenn séu trúleysingjar :-)

Mark Romanek, sá er leikstýrði One Hour Photo, ætti að vera þér að skapi. :-)

sirry - 21/07/05 18:56 #

mér fannst þetta frekar slöpp mynd borgaði 1600 kr + nammi fyrir hana og fannst hún hálf asnaleg en samt ágæt afþreying.

Kristján Atli - 21/07/05 20:44 #

Það getur vel verið ... en hann er í það minnsta yfirlýstur trúleysingi. :-)

Matti - 21/07/05 20:49 #

Sirrý var alveg örugglega að tala um War of the worlds.

Ég verð greinilega að fylgjast með því sem Mark Romanek gerir í framtíðinni :-)

Matti - 25/07/05 03:06 #

Viti menn, ég er ekki einn. Snillingurinn Phil Blait sem er með Bad Astronomy vefinn segir í bloggi sínu:

Despite my better judgment, I went to see "War of the Worlds". I didn’t want to see it because, honestly, I think Tom Cruise has lost his mind, and is totally brainwashed by the cult of Scientology. I have no desire to give them any more money.

Oh, hvað ég var glaður þegar ég sá þetta :-)

Mæli með umsögn hans um myndina.