Örvitinn

Haltur en ekki blindur

Ég haltra um, útaf ökklanum en ekki lærinu. Bölvað vesen. Gyða skrapp að skoða sumarbústað með mömmu sinni, ég og stelpuranr erum heima. Gaf þeim núðlur að borða, þegar þær máttu velja hvernig núðlur völdu þær "með engu bragði". Skrítnar stelpur.

Liverpool leikur í kvöld, ætli maður kíki ekki á Players. Ég nenni því samt varla en ekki sleppir maður því að horfa á leikinn. Held ég láti það eiga sig að horfa á hann ruglaðan.

Ísskápurinn okkar er í rugli, hættur að kæla og frysta. Þurftum að henda öllu úr frystinum, sem betur fer grilluðum við nautalundina áður en við fórum í frí. Hringdi og pantaði viðgerðarmann sem kemur á föstudag eða mánudag. Það má kosta eitthvað að gera við ísskápinn enda tvöfaldur amerískur með klakavél og alles, nýr svoleiðis kostar einhverjar krónur. Þessi er eflaust um fimmtán ára og við fengum hann á ágætu verði.

Á netinu er vinsælt að karpa um pólitík, ég er í voða litlu stuði til þess. Finnst alltaf frekar lélegt þegar fólk hendir einhverju fram en nennir ekki að rökstyðja það vegna þess að það væri svo mikil fyrirhöfn. Mér hefur stundum þótt fyrirhafnarafsökunin frekar ódýr, "ég get alveg svarað þér, en það kostar bara svo mikla vinnu og ég hef ekki tíma til þess". Ókei. Guðfræðingurinn Jón Valur Jensson er afar duglegur við að nota þetta svar á Vantrú.

Er að lesa bókina Inside Islam sem ég fékk að láni hjá tengdó í gær. Íslam hefur augljóslega ansi margt framyfir kristni, þó þetta sé svosem allt sami skíturinn. Held ég látið það eiga sig að fara í sumarfrí til Mekka :-)

Ýmislegt
Athugasemdir

Jón Valur Jensson - 13/09/05 17:27 #

Sanngjarn, Matti, eins og venjulega – eða hvað? Sennilega hafa ekki margir andmælendur ykkar Vantrúarmanna verið jafnduglegir við að rökstyðja sitt mál eins og ég, enda hefurðu sjálfur kvartað yfir mínu rökstudda máli þar oftar en einu sinni.

Matti - 13/09/05 17:32 #

sæll Jón Valur.

Þú hlýtur að vita að þarna er ég að vísa til þess að enn hefur þú ekki svarað þessari grein þrátt fyrir að hafa verið duglegur að kommenta á annað.

enda hefurðu sjálfur kvartað yfir mínu rökstudda máli þar oftar en einu sinni.

Tja, ekki kvarta ég yfir því að þú rökstyðjir mál þitt - en mér þykir þú oft nota meiri texta en nauðsynlegt er.