Örvitinn

Strætó

Tók strætó heim úr vinnunni í gær í fyrst sinn eftir að nýtt leiðakerfi var tekið í notkun. Var bjartsýnn en varð fyrir vonbrigðum, líst þó betur á þetta eftir smá skoðun.

Það fer enginn vagn frá vinnunni að Mjódd. Ég rölti á Hlemm, sem tekur ekki nema tíu - fimmtán mínútur. En vagninn sem fer þaðan, S3, er um fjörtíu mínútur á leiðinni í Seljahverfi, fer fyrst niður á Lækjartorg og þaðan lengstu hugsanlegu leið í Mjódd. Kosturinn er að með þeim vagni kemst ég á leiðarenda en þetta er alltof langur akstur, maður verður næstum bílveikur. Það tekur mig tuttugu mínútur að hjóla heim.

Var að skoða þetta betur, það stoppa tveir vagnar hér hjá Laugarvegi 178, annars vegar S2 og hins vegar 15. Ég get tekið S2 og farið út hjá gatnamótum Miklubrautar og Grensásvegar, rölt yfir Miklubraut og tekið S3. 15 hentar betur, hann fer í "rétta átt" um Miklubraut frá Grensásvegi, ég get hoppað út þar og tekið S3.

Þannig að með smá fimleikum hentar þetta eflaust ágætlega. Í stað þess að skipta um vagn í Mjódd eins og áður skipti ég á Miklubraut. Bara spurning hvað ég þarf að bíða lengi þar, dálítið erfitt að lesa það úr leiðakerfinu þar sem það skiptir máli hvaða tíma dags maður er á ferð. Sýnist biðin vera stutt útfrá leiðartölvunni þeirra, ferðin heim tekur 24-34 mínútur eftir því hvenær er farið.

Ég er aftur á móti hissa á ýmsu í þessu kerfi þó ég hafi ekki grandskoðað það. Af hverju láta þeir fimm af sex stofnleiðum keyra frá Hlemmi niður Hverfisgötu að Lækjartorgi? Að mínu mati meikar það ekki nokkurn sens, en hvað veit ég :-)

dagbók
Athugasemdir

ÁJ - 16/08/05 11:34 #

Þetta meikar mikinn sens þegar maður býr á Hverfisgötunni og þarf enga áætlun að læra til að fara í Kringluna eða Háskólann.

Matti - 16/08/05 12:59 #

Væri ekki málið að hafa bara einn vagn sem keyrir upp og niður Hverfisgötu allan daginn? Stytta ferðir annarra sem því nemur.

Annars ætti ég ekki að fabúlera of mikið um strætó, þekki þetta ekki svo vel.

Trúi því vel að það sé þægilegt að taka bara næsta vagn og enda samt alltaf á áfangastað.