Örvitinn

"homasíringu sem gengur yfir þjóðfélagið"

Það er alltaf dálítið áhugavert þegar menn opinbera fordóma sína. Jóhannes, trúmaður sem á tímabili kommentaði reglulega á Vantrú, er ansi liðtækur ljósmyndari og virkur þáttakandi á ljósmyndakeppnisvefnum.

Í gær segir hann í þræði um ljósmyndir (þessi umræða var skiljanlega flutt í annan þráð) sem teknar voru á gay pride þetta meðal annars

Annars er ég búinn að sjá svo mikið af myndum frá þessari göngu að mér er orðið hálf óglatt á allri þessari homasíringu sem gengur yfir þjóðfélagið. En kannski eru það bara mínar skoðanir sem koma annars þessum ágætu myndum ekkert við.

Ég gat ekki setið á mér þegar byrjað var að gefa þessu innleggi "thumbs up" og svaraði. Veit ekki hvort athugasemdin fær að standa, þetta er náttúrulega ekki vettvangur fyrir svona karp og SJE er duglegur við að hafa stjórn á spjallinu, en ég gat ekki setið á mér. Þoli ekki þegar fólk lætur svona út úr sér og allir viðstaddir þegja, enginn þorir að vera leiðinlegur og benda á að þetta eru bara bullandi fordómar.

Er ekki bara best að menn tali hreint út í stað þess að impra að einhverju undir rós.

Hvaða "homasíring" er þetta Jóhannes? Særir hún þitt kristna hjarta? Allir þessir hommar að hommast úti allan bæ. Maður getur varla farið út úr húsi án þess að rekast á homma að hommast eða lessur að lessast. Varla hægt að taka landslagsmynd í dag án þess að hommapar sé búið að troða sér inn í rammann að hommast í sólskyninu. Þetta er agalegt ástand.

Þessi "homasíring" er alveg að flæða yfir þjóðfélagið. Allt þetta "öfuga" fólk að öfuguggast veldur því að Jesús litli grætur á öxlinni á pabba sínum sem laumar annarri hendinni á rasskinnina á honum þegar enginn sér.

Held það sé best að sleppa svona skoðunum alveg á spjalli um ljósmyndun og hefði gjarnan vilja sleppa þessu innleggi, en þegar menn eru farnir að gefa þessum skoðunum þínum góða einkunn er óþarfi að þegja. "Homasíringin" er bara í hausnum á þér, eða eiga "öfugir" bara að vera heima hjá sér, ekki úti að haldast í hendur og kyssast, heimtandi allskonar mannréttindi til jafns við aðra.

kvabb
Athugasemdir

Óli Gneisti - 19/08/05 09:49 #

Ég hvet til þess að það verði almennt meiri hommaskapur í samfélaginu, þessi lesbíutíska er að verða búin, núna viljum við myndir af strákum að kyssast dauðadrukknir á djamminu. Náði einni góðri svoleiðis um síðustu helgi.

Gunnar - 19/08/05 09:57 #

Góður Matti, engin ástæða til að láta þetta flæða athugasemdalaust. Og sama hvað fólk heldur og sama hversu margir mæta á Gay Pride þá er ótrúlega stór hluti þjóðarinnar á sömu skoðun og þessir aumingja drengir þarna. Því miður.

Matti - 19/08/05 13:24 #

Var að berast athugasemd útaf eftirfarandi klausu í athugasemd minni, þetta þótti ekki við hæfi á þessum spjallvettvangi.

Allt þetta "öfuga" fólk að öfuguggast veldur því að Jesús litli grætur á öxlinni á pabba sínum sem laumar annarri hendinni á rasskinnina á honum þegar enginn sér.

Get svosem skilið rökin, það eru einhver börn (allt niður í tíu ára) sem lesa spjallþræðina. Mér finnst reyndar umræðan öll óviðeigandi með sömu rökum. En fólk er oft viðkvæmt fyrir nettu guðlasti, jafnvel þó það sjálft sé ekkert sérlega trúað. Það virðist vera tabú að stuða trúmenn (ólíkt því t.d. að stuða samkynhneigða!)

Matti - 19/08/05 14:00 #

Þessi umræða er orðin grátbrosleg, búið að byggja myndarlegan strámann þar sem ég er sakaður um að hafa ekki húmor fyrir hommabröndurum!

Ég skammaði engann fyrir hommabrandara, þó mér þættu þeir óviðeigandi, Jóhannes var ekki að segja hommabrandara. Jóhannes var að opinbera fordóma sína og menn gáfu honum "thumbs up" fyrir.

Jóhannes notar "þú ert ekkert betri" aðferðina og sakar mig um fordóma gagnvart trú og kristni sérstaklega. Ekki ætla ég að afneita því, en benti þó á að ég hefði aldrei skrifað um trúmál á ljósmyndakeppni.is.

Einnig kallar hann mig "spíru" !

Svo er alveg ótrúlegt hvað svona spírur eins og þú...

Svona hvað?

Jóhannes - 19/08/05 20:43 #

Það er gleðilegt að þú ert búinn að koma út úr skápnum og viðurkenna það að þú sért fordómafullur.

Þess vegna fannst mér fyndið þegar þú varst að væna mig um að vera fordómafullan. og ég get reyndarekki skilið hvernig þú gast fundið fordóma út úr þessu sem ég skrifaði. Slæmt mál ef að allir þurfa að vera já-menn.

Ég get einhvern vegin ekki séð fyrir mér að þú hefðir kommentað á þetta ef að annað orð hefði verið þarna í staðinn fyrir homa til að mynda baugssíra. Með skírskotun til þess helsta sem er í fréttum núna.

Og ég er reyndar viss um að ég eigi líka eftir að fá nóg af þessari baugssíru sem á eftir að flæða yfir þjóðfélagið. Og ég verð að passa mig á því að tjá mig ekki um það ef ég sé einhverstaðar mynd tengdu Baugi. Sennilega er ég þá bara haldinn Baugs fordómum líka.

Málið er einfaldlega það að þarna sástu kjörið tækifæri til að finna fordómum þínum farveg á þessari síðu.(lmk.is) og opinbera þá. Og það varst þú sem byrjaðir að blanda trú inn í þetta og varst því að skrifa um trúmál á vefnum.

Og þannig Spýra ertu. Spýra sem röflar um fordóma en ert samt fordómafullur sjálfur.

Erna - 20/08/05 02:12 #

Æ, fokk. Ef menn ætla að vera með einhvern "aulahúmor" sem beinist að minnihlutahópi í þjóðfélaginnu sem svo vill til að ýmsir eru fordómafullir gagnvart, þá verða menn bara að taka því að eitthvað sé sagt við þá!

Og nei, ég lít ekki svo á að baugsmenn séu þannig minnihlutahópur.

Jóhannes, húmor kannski, en þokkalega ósmekklegur, hvort sem þú kennir hann við aula eða ekki.

Matti - 22/08/05 18:46 #

Sniðugt að sjá hvernig Jóhannes reynir að réttlæta eigin fordóma gagnvart samkynhneigðum með því að benda á meinta fordóma mína gagnvart trúarbrögðum og kristni sérstaklega.

Nú er ég spýra. Hvort er það, spíra eða spýra og hvað í andskotanum þýðir það?

Matti - 23/08/05 13:59 #

Jóhannes hefur beðist afsökunar á ummælum sínum um samkynhneigða á spjallinu. Hann lætur það þó vera að biðja mig afsökunar, væntanlega vegna þess að ég er að hans mati fordómafullur fyrir að benda á fordóma hans. Og spýra/spíra.

En varðandi ásökun hans um fordóma mína gagnvart trúarbrögðum. Ég sagðist ekki ætla að afneita því, enda ekkert rætt um trúarbrögð á Ljósmyndakeppni. Þessi umræða um fordóma Vantrúarpenna hefur farið fram á Vantrú og held ég sé við hæfi að vísa á hana: Þröngsýni guðfræðibloggarinn

Fordómar eru það þegar dæmt er um eitthvað án þess að þekkja málið, það á ekki við um okkur hér. Flestir sem skrifa á Vantrú eru aldir upp við kristni að einhverju leyti, sumir okkar voru kristnir lengi en aðrir okkar áttuðu sig fyrr. Við fórum í gegnum kristinfræði og fermingarfræðslu. Við þekkjum kristni og því er allt fordómatal út í bláinn.

Mér sýnist Jóhannes rugla saman fordómum og rökstuddri gagnrýni.