Örvitinn

Hvernig á að bera kennsl á falsaðar ljósmyndir

Fróðleg grein um hvernig hægt er að sjá hvort ljósmynd er fölsuð. (via kottke)

Fræg dæmi í greininni, eins og Cottingley álfarnir og Loch Ness skrímslið.

Ég vinn allar myndir sem ég tek, en það telst ekki fölsun. Stundum kemur fyrir að ég fjarlægi hluti úr myndum, t.d. sást í annan disk uppi í hægra horninu á þessari og þessari flippaði ég, fannst hún virka betur þannig. Af þessari mynd af Eika fjarlægði ég gaur sem stóð hliðina á honum (var hálfur inni í mynd).

myndir
Athugasemdir

Sigga Magg - 23/08/05 19:59 #

Þú ert ótrúlegur snillingur í að taka myndir. Þessi með sólstöfunum er æðisleg!

Matti - 23/08/05 21:29 #

Þakka þér fyrir, ég roðna bara.

Ég er ekki alveg nógu ánægður með vinnsluna á sólstafamyndinni, en hún kemur samt vel út. Það væri vafalaust hægt að gera góða hluti við þessa mynd með dodge og burn en ég kann ósköp lítið á það :-)

Þessi mynd er tekin á veginum milli Laugavatns og Þingvalla.

Lárus Páll Birgisson - 30/09/05 03:28 #

Það eru nú ekki bara myndirnar þínar sem þí "fiffar" að eigin smekk. Ég get ekki betur séð en að skrifin þín á vantrú beri keim af því líka.

svo er nú ekkert varið í þessar myndir þínar... ósköp leim svona.

Ps. djöfull er gott að vera kominn úr sumarfríi og hafa heila 11 mánuði til að röfla í þér og öfgasöfnuðinum.... har har har...

Matti - 30/09/05 10:59 #

Það eru nú ekki bara myndirnar þínar sem þí "fiffar" að eigin smekk. Ég get ekki betur séð en að skrifin þín á vantrú beri keim af því líka.

Það væri sannarlega áhugavert að fá dæmi um skrif mín á Vantrú sem bera keim af því.

svo er nú ekkert varið í þessar myndir þínar... ósköp leim svona.

Jæja, það er ekki hægt að gera öllum til geðs. Flestar myndir mínar eru ósköp "leim" en nokkrar eru góðar, þannig virkar þetta bara.

Ps. djöfull er gott að vera kominn úr sumarfríi og hafa heila 11 mánuði til að röfla í þér og öfgasöfnuðinum.... har har har...

Ég verð að segja eins og er, svona skrif bera þess keim að sá sem þau ritar sé ekki í andlegu jafnvægi.