Örvitinn

Uppáhalds skáldsögur

það er aldrei mikið að marka svona lista, maður telur upp það sem maður man og málið með mig er að ég man ekki neitt :-) Tók samt saman nokkrar bækur sem eru góðar í minningunni.

Á listanum eru einungis erlendar skáldsögur, flestar í íslenskri þýðingu, sem er dálítið skrítið, en þetta er bara þær bækur sem ég mundi eftir í fljótu bragði. Varla hægt að segja að þetta sé mjög "menningarlegur" listi, en svona er ég bara. Þetta er ekki topp tíu listi (enda bara níu bækur upptaldar), en þó er uppáhaldsbókin mín neðst.

Annars stefni ég á að úrelda þennan lista. Ætla að lesa fleiri skáldsögur á næstunni. Er að lesa eina óskaplega vinsæla um þessar mundir en hún er ekkert að heilla mig, meira um það á næstu dögum.

bækur