Örvitinn

Þjófur í Sporthúsinu

ipodmini.jpg iPodinum hennar Gyðu var stolið í Sporthúsinu í kvöld. Hún setti hann í hliðarvasa á íþróttatöskunni sinni, töskuna setti hún í skápinn meðan hún fór í sturtu. Hún lokaði skápnum en læsti ekki.

Á meðan læddist einhver tussa í skápinn hennar og stal silfurlituðum iPod mini.

Þar sem skápurinn var lokaður er nokkuð ljóst að einhver hefur elt Gyðu inn, það er afar ósennilegt að þjófar gangi á alla skápana því alltaf er einhver traffík í klefunum. Það má því leiða líkum að því að þetta sé stundað í Sporthúsinu, varla er Gyða bara svona óheppin. Ég gæti trúað því að óprúttnir aðilar fari inn í klefana á eftir fólki með iPod og athugi hvort það læsir skápunum. Gyða er miður sín, ekki oft sem hún kaupir sér græjur.

Hvað er að gerast á þessu skeri, er siðleysið alveg að fara með fólk? Óskaplega hefði verið gott að hafa eftirlitsmyndavél í búningsklefanum :-)

Ég er búinn að reyna að hringja í Sporthúsið í kvöld til að athuga hvort spilarinn hafi komið í leitirnar en þar er ekki svarað í síma utan skrifstofutíma, jafnvel þó opið sé á stöðinni. Það finnst mér hræðileg þjónusta.

dagbók