Örvitinn

Vandamálið með kristinfræðiruglið

Villi Goði veltir fyrir sér "kristinfræðiruglinu".

Ragnheiður hafði farið í náttúruvísindi og lært um Darwin og þær pælingar allar og svo klukkutíma síðar var hún í kristinfræði að læra um það hvernig guð hefði skapað einn mann og svo eina konu og þannig var nú það!

Ég spurði hana hvorri útgáfunni hún trúði betur og hún var svo ringluð að hún gat ekki verið viss.

Ég kommentaði enda upplifði ég svipaða hluti á sínum tíma.

Vandamálið með að kenna ungum krökkum kristinfræði er að við erum að rugla þau, þau vita ekki í hvorn fótinn þau eiga að stíga. Eiga þau að trúa náttúrufræðinni eða kristinfræðinni. Skapaði gvuð Adam og Evu eða þróaðist mannskepnan. Í kommentinu hjá Villa benti ég á hvernig Áróra leysti þetta á sínum tíma. "Svart fólk er komið af öpun, gvuð skapaði hitt". Glæsilegt, ekki satt! Að skólakerfið komi svona ranghugmyndum inn hjá sex-sjö ára börnum er að mínu mati glæpsamlegt. Sem betur fer var þessi hugmynd ekki langlíf. Að sjálfsögðu var þetta ekki kennt, en þetta er sá ályktun sem hún dró á þeim tíma útfrá því sem hún lærði í skólanum.

Það er engin góð ástæða til að rugla í kollinum á litlum krökkum.

kristni
Athugasemdir

Matti - 30/08/05 00:37 #

Hef séð eitthvað þessu líkt, þetta er snilld.

Már - 31/08/05 04:52 #

Jamm, þetta er vísast einna besta útgáfan af þessum brandara sem ég hef séð.