Örvitinn

Ísskápurinn

Ekki ætlar að ganga jafn vel að gera við ísskápinn og ég vonaði. Viðgerðarmaðurinn kom aftur áðan, botnar ekki í því af hverju skápurinn sveiflast milli frosts og þíðu. En vatnið er farið að renna og það myndast ekki pollur á gólfinu þegar maður fær sér kælt vatn úr ísskápnum. Hugsanlega er hægt að gera við ísskápinn hér, þó líklega þurfi að logsjóða. Það væri óskaplega mikill kostur að þurfa ekki að flytja skápinn á verkstæði. Var fjögurra manna verk að flytja hann inn í hús.

Þetta mun kosta þúsundakalla í tugatali.

græjur